Innlent

Íslendingum ráðið frá því að ferðast til Georgíu

MYND/AP

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum eindregið frá því að ferðast til Georgíu vegna ófriðarástandsins þar.

Ráðuneytið óskar jafnframt eftir upplýsingum um þá Íslendinga sem kunna að vera í landinu. Þeir sem staddir eru í Georgíu eða vita um Íslendinga í landinu geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 allan sólarhringinn og mun utanríkisráðuneytið áfram fylgjast grannt með stöðu mála í Georgíu.

Eins og kunnugt takast Rússar og Georgíumenn nú á um Suður-Ossetíu, hérað í norðurhluta Georgíu, og herma frengir að mikið mannfall hafi orðið meðal almennra borgara.






Tengdar fréttir

Mjög ólíklegt að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu

Mjög ólíklegt er að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu þar sem stöðug átök hafa verið síðan í nótt. „Það eru nánast engar líkur á því að Íslendingar séu á svæðinu. Mjög erfitt er að komast inn í Suður-Ossetíu vegna strangrar landamæragæslu," segir Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Davíð og Golíat berjast í Ossetíu

Í stríði Georgíumanna við Rússa hefur Davíð svo sannarlega verið að berjast við Golíat. Hernaðaryfirburðir Rússa eru slíkir að þeir gátu hæglega leyft sér að hafna öllum hugmyndum um vopnahlé þar til Georgíumenn höfðu dregið herlið sitt til baka og grátbeðið um friðarviðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×