Innlent

Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í hnífsstungumáli

Gæsluvarðhald yfir tveimur af þremenningunum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar á Hverfisgötu, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi, var í kvöld framlengt til fimmtudags.

Mennirnir voru fyrir helgi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna en öryggismyndavélar sýndu að þeir hefðu verið á ferli nærri staðnum þar sem ráðist var á erlendan mann og hann stunginn hnífi. Hlaut hann djúpt sár í baki en er nú á batavegi.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er enn verið að hnýta síðustu hnútana í rannsókn málsins og telur Friðrik allt eins líklegt að áframhaldandi gæsluvarðhalds verði óskað yfir mönnum á fimmtudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×