Erlent

Svíar gifta sig í bílnum sínum

Þjóðkirkjan í Svíþjóð ætlar á brydda upp á nýbreytni á bíladögum sem haldnir verða í Vesteras á næstunni. Þar verður boðið upp á giftingar í gegnum bílalúgu og er reiknað með að hver athöfn taki rétt um sjö mínútur. Kirkjan gerir þetta í viðleitni sinni til að gera hjíonabandið aðgengilegra fyrir almenning, að því er segir í tilkyunningu frá þjóðkirkjunni.

Hækkandi bensínverð hefur ekki dregið úr áhuganum hjá ástföngnum bílaáhugamönnun því nú þegar hafa 36 tilvonandi hjón skráð sig til leiks. Gospel kór verður á staðnum auk þess sem presturinn mun syngja Elvis Presley slagara fyrir þá sem vilja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×