Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tónleikahaldaranum Þorsteini Kragh og Hollendingi sem grunaðir eru um umfangsmikið smygl á fíkniefnum til landsins með Norrænu um miðjan júní.
Þann 23. júlí síðastliðinn úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur mennina í gæsluvarðhald til 13 ágúst næstkomandi.
Auk 190 kílóa af hassi fundust eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni í húsbíl Hollendingsins sem kom til landsins með Norrænu þann 10. júní.
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir Þorsteini Kragh og Hollendingnum
