Samskiptin við dómsmálaráðherra Jón Kaldal skrifar 25. september 2008 08:48 Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyjólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráðherra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverfinu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lögreglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúmlega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskólanum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeildar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheimildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyjólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráðherra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverfinu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lögreglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúmlega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskólanum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeildar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheimildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar