Erlent

Innanríkisráðherra Bandaríkjanna hneykslaður

Innanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dirk Kempthorne, segist stórhneykslaður á framferði starfsmanna sinna sem sýnt var fram á með ítarlegri rannsókn að hefðu haft óviðeigandi samskipti við starfsfólk og stjórnendur nokkurra olíu- og gasfyrirtækja sem þeim var ætlað að hafa eftirlit með.

Um var að ræða ferðir og ýmsar svallveislur þar sem meðal annars var boðið upp á fíkniefni auk þess sem í einhverjum tilfellum var um kynferðisleg samskipti að ræða. Í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur því verið hreyft að Kempthorne ætti að segja af sér vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×