Erlent

Minna um barnadauða í heiminum

Dregið hefur úr barnadauða í heiminum um 27 prósent síðan árið 1990. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem gerð verður opinber í dag. Af hverjum eitt þúsund fæddum börnum dóu 93 fyrir fimm ára aldur árið 1990 en sú tala er nú komin niður í 68.

Í löndum á borð við Laos, Bangladesh og Nepal hefur tíðni barnadauða minnkað um meira en 50 prósent þetta sama tímabil og segja skýrsluhöfundar þetta koma til af því að árangur forvarnastarfsins sem hófst á sjöunda og áttunda áratugnum sé nú að koma fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×