Erlent

Lavrov hraunaði yfir Miliband

Miliband er hér með Gordon Brown. Hann fékk það óþvegið hjá rússneska kollega sínum.
Miliband er hér með Gordon Brown. Hann fékk það óþvegið hjá rússneska kollega sínum.

Samskipti Rússa og vesturlanda hafa farið versnandi með hverjum deginum síðustu mánuði. Breska blaðið The Sun segir frá símtali sem David Miliband, utanríkisráðherra Breta, átti við starfsbróður sinn Serge Lavrov þar sem hinn síðarnefndi missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Hann er sagður hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir Miliband og meðal annars sagt í gróflegri þýðingu: „Hver í andskotanum heldur þú að þú sért?, (Eða, who the F*** do you think you are).

Blótsyrðin sem fylgdu í kjölfarið voru að sögn blaðsins svo sterk að þýðendur í utanríkisráðuneytinu breska treystu sér ekki til að gera afrit af því.

Símtalið átti að snúast um ástandið í Georgíu en Lavrov krafðist þess að vita hvað Miliband vissi í raun og veru um rússneska sögu. Þarnæst jós hann svívirðingum yfir breska kollega sinn varðandi ástandið í Írak.

Blaðið hefur þetta eftir áræðanlegum heimildum, en utanríkisráðuneytið neitaði að tjá sig um málið, sagði að ekki tíðkist að ræða símtöl á milli utanríkisráðherra í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×