Erlent

Ike skellur á með fullum þunga eftir tíu tíma

Öldurnar eru þegar farnar að skella á strandlengjunni við Galveston í Texas.
Öldurnar eru þegar farnar að skella á strandlengjunni við Galveston í Texas. MYND/AP
Fellibylurinn Ike nálgast nú strendur Bandaríkjanna óðfluga og búist er við að hann skelli á með fullum krafti snemma í fyrramálið. Michael Chertoff, yfirmaður heimavarnastofnunar Bandaríkjanna, Homeland Security, sagði á blaðamannafundi í dag að stormurinn gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Galveston í Texas og nágrenni. Að hans sögn er hætta á að um hundrað þúsund manns bíði tjón af völdum stormsins.

Ike er nú flokkaður sem annars stigs fellibylur en menn óttast að hann verði orðinn að þriðja stigs fellibyl þegar hann nær ströndum í fyrramálið. Íbúum í lægri byggðum Galveston hefur verið fyrirskipað að koma sér á brott en þegar sjór er þegar farinn að flæða um hverfin næst ströndinni.

Bandaríska lanhelfisgæslan hefur gefið upp á bátinn tilraunir til þess að bjarga 22 skipverjum um borð í flutningaskipi sem er vélarvana í Mexíkó flóa. Veðrið kemur í veg fyrir að unnt sé að bjarga mönnunum en vonast er til þess að stormurinn reki skipið upp á grynningar og þar geti mennirnir beðið af sér versta veðrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×