Erlent

Rushdie óhress með útgefandann vegna bókar um Múhameð

Salman Rushdie.
Salman Rushdie.

Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur gagnrýnt útgefandann sinn Random House harðlega fyrir að hætta við útgáfu á sögulegri skáldsögu sem fjallar um spámanninn Múhameð og barnunga brúði hans.

Rushdie, sem á sínum tíma skrifaði bókina Söngva Satans sem varð til þess að klerkastjórnin í Íran hvatti til þess að hann yrði tekinn af lífi, segist afar vonsvikin með að Random House skuli hafa hætt við útgáfu bókarinnar sem er skrifuð af Sherry Jones, af ótta við mótmæli úr samfélagi múslíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×