Viðskipti innlent

Fimmtán félög lækkað í dag

Fjögur félög hafa hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Century Aluminum Companý hefur hækkað um 4,29% og Flaga Group um 1,39%. Nýherji hefur lækkað mest eða um 4,78% og Teymi um 3,88%.

Það hefur verið frekar dauft í Kauphöllinni en alls hafa 15 félög lækkað í dag. Úrvalsvísitalan byrjaði ágætlega en tók dýfu þegar leið á daginn hún hefur nú lækkað um 1,13% og stendur nú í tæpum 5.186 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×