Erlent

Dugar ekki að skipta Brown út

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Mynd/ AP.
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Mynd/ AP.

Breskir kjósendur myndu kjósa Íhaldsflokkinn þar í landi jafnvel þó að Gordon Brown, formaður Verkamannaflokksins, viki fyrir David Miliband. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem breska blaðið Guardian birti í gær.

Samkvæmt skoðanakönnuninni hefur Íhaldsflokkurinn 15% forskot á Verkamannaflokkinn. Það er því ljóst að Brown forsætisráðherra hefur í nógu að snúast við að blása lífi í ríkisstjórn sína nú þegar að hann snýr heim úr sumarfríi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×