Framsókn og framtíðin Sigmar b. hauksson skrifar 4. apríl 2008 00:01 Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem framsýnir og djarfir stjórnmálamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efnahagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlönudum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15 – 16% vexti sem fara í vasann á erlendum fjárfestingarsjóðum. Framsýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp Evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núverandi efnahagsvanda; skynsamlegra sé að tengjast öðrum gjaldmiðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengjast öðrum gjaldmiðli en Evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkjunum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risavöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörðunum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, í Mbl. 13. mars s.l. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Framsóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23.3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11.7% og 7 þingmenn árið 2007. Ýmislegt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er einmitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nánast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál vantar í Framsóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hentugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslendingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í málefnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakling sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem framsýnir og djarfir stjórnmálamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efnahagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlönudum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15 – 16% vexti sem fara í vasann á erlendum fjárfestingarsjóðum. Framsýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp Evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núverandi efnahagsvanda; skynsamlegra sé að tengjast öðrum gjaldmiðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengjast öðrum gjaldmiðli en Evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkjunum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risavöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörðunum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, í Mbl. 13. mars s.l. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Framsóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23.3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11.7% og 7 þingmenn árið 2007. Ýmislegt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er einmitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nánast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál vantar í Framsóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hentugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslendingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í málefnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakling sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun