Viðskipti innlent

Exista setur hlut sinn í Sampo til sölu

Bakkavararbræður eru stærstu hluthafar Exista.
Bakkavararbræður eru stærstu hluthafar Exista. MYND/Vilhelm

Stjórn Exista ákvað á fundi sínum í gærkvöld að fela bandaríska bönkunum Citigroup og Morgan Stanley að hafa umsjón með flýtiútboði á yfir 114 milljónum hluta Exista í finnska tryggingarfélaginu og bankanum Sampo.

Tekið er við áskriftum fyrir hlutum nú þegar. Stefnt er að því að tilkynna um verð og úthlutun eins fljótt og unnt er að áskriftum loknum en umsjónaraðilar munu taka ákvörðun um hvenær lokað verður fyrir ákriftir, segir í tilkynningu Exista til Kauphallarinnar.

„Í ljósi viðvarandi samdráttar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er skynsamlegt að minnka eignarstöður og draga úr skuldsetningu. Við höfum því ákveðið að bjóða hlut okkar í Sampo til sölu með áskriftarfyrirkomulagi og draga þannig verulega úr skuldbindingum Exista. Ekki eru fyrirhugaðar sölur á öðrum eignum," segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×