Viðskipti innlent

Stjórn Landsbankans var sett af í nótt

Stjórn Landsbankans var sett af í nótt og hefur skilanefnd verið skipuð til að stjórna bankanum á næstunni.

Það mun vera Fjármálaeftirlitið sem ákvað þetta og myndar skilanefndina. Mikil fundarhöld hafa staðið í Landsbankanum í alla nótt vegna málsins.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að mikilvægt hafi verið að komast að þessari lendingu í málinu því þar með fari Landsbankinn ekki í þrot.

"Nú höfum við tíma og andrúm til þess að vinna að málefnum bankans," segir Björgvin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×