Erlent

Breska ríkisstjórnin styður við bankakerfið þar í landi

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, segir breska fjármálkerfið standa traustum fótum.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, segir breska fjármálkerfið standa traustum fótum.

Breska ríkisstjórnin mun gera hvað sem í hennar valdi stendur til þess að styðja við bankakerfið þar í landi og tekur ekki þátt í getgátum um stefnubreytingu.

Frá þessu greindi talsmaður fjármálaráðuneytis Bretlands í morgun. Vitnaði hann þar til orða Alistair Darlings fjármálaráðherra í gær um að að bankakerfið starfaði vel. Bréf í breskum fjármálafyrirtækjum félk skarpt í gær vegna fregna af viðræðum milli ríkis og banka um hugsanlega aðkomu ríkisins að bönkunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×