Erlent

Texasbúar undirbúa sig fyrir komu Ikes

Elliheimili á sumum stöðum í Texas hafa verið rýmd vegna komu Ikes, til að mynda í Corpus Christi.
Elliheimili á sumum stöðum í Texas hafa verið rýmd vegna komu Ikes, til að mynda í Corpus Christi. MYND/AP

Búist er við að fellibylurinn Ike komi að landi í Texas á laugardaginn og verði þá orðinn fjórða stigs fellibylur.

Í nokkrum sýslum við ströndina hefur íbúum verið fyrirskipað að hafa sig á brott og er fólk þegar tekið að tínast á brott. George Bush hefur lýst yfir neyðarástandi í Texas og leyft fjárveitingar úr hamfarasjóðum til að standa straum af kostnaði við undirbúninginn. Tæplega tvö þúsund fangar úr fangelsum á hættusvæðunum verða fluttir í önnur fangelsi og sjóherinn undirbýr flutning rúmlega eitt hundrað flugvéla frá herstöðvum á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×