Erlent

Eðla á vappi í Oregon

Blettamónitor-eðlan er ekki ósvipuð krókódíl.
Blettamónitor-eðlan er ekki ósvipuð krókódíl.

Tæplega tveggja metra löng svokölluð blettamónitor-eðla (varanus niloticus) fannst í húsagarði í bæ nokkrum í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Íbúi hússins var að leik í garðinum ásamt syni sínum þegar þeir feðgar komu auga á eðluna.

Maðurinn hafði samband við gæludýraverslun sem sérhæfir sig í skriðdýrum og tókst mönnum þaðan að koma dýrinu í rammgert búr. Enginn hefur enn tilkynnt um týnda eðlu til lögreglu sem leggur á það áherslu að tilkynna þurfi um hvarf svo stórrar eðlu þar sem hún geti auðveldlega drepið gæludýr og slasað fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×