Erlent

Deilt á Obama fyrir svínaummæli

Repúblikanar í Bandaríkjunum deila nú hart á Barack Obama forsetaframbjóðanda demokrata vegna ummæla hans, sem þeir segja að hafi verið beint að Söru Palin varaforsetaefni repúblikana.

Obama notaði bandarískt orðtak um að það sé hægt að setja varalit á svín en að það sé áfram svín. Repúblikanar voru fljótir að gera sjónvarpsauglýsingar þar sem Obama er fordæmdur fyrir að níðast á Palin af því að hún sé kona.

Obama mætti í viðtal hjá spjallþáttastjórnandanum David Letterman og sagði ásakanirnar fáránlegar. Demókratar benda á að fjölmargir stjórnmálamenn hafi notað orðtakið, meðal annars John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×