Mannréttindabrot kvótakerfisins Björgvin Guðmundsson skrifar 11. september 2008 04:30 Sjávarútvegsráðherra hefur lofað Mannréttindanefnd SÞ því að kvótakerfið verði endurskoðað. Ekkert er þó farið að gera enn varðandi endurskoðun kerfisins. Sjómaður, Ásmundur Jóhannsson frá Sandgerði, réri kvótalaus til þess að mótmæla ranglæti kerfisins. Hann verður sjálfsagt ákærður. Hann segist munu kæra niðurstöðu dómsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Búist er við að margir fylgi fordæmi sjómannsins frá Sandgerði og rói kvótalausir. Er búist við að hreyfing muni myndast og landsmenn rísi upp gegn hinu rangláta kerfi. Ég fagna því ef svo verður. Kvótakerfið var sett á með ranglátum hætti og framkvæmt á ósanngjarnan hátt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar SÞ. Kvótakerfið er mesta ranglæti Íslandssögunnar. Það er verið að úthluta tiltölulega fáum útvöldum fríum gæðum,sem þeir geta braskað með og selt fyrir milljarða króna. Margir hafa gengið út úr greininni með fullar hendur fjár enda þótt þeir hafi fengið gæðin frítt. Þetta eru mannréttindabrot. Það eiga allir þegnar að sitja við sama borð og það jafnrétti er stjórnarskrárvarið. Ég tel að þessi mismunun sé brot á stjórnarskránni. Í þingkosningunum 2003 lagði Samfylkingin höfuðáherslu á kvótakerfið og nauðsynlegar breytingar á því. Flokkurinn setti þá fram tillögur um svonefnda fyrningarleið. Æ fleiri hafa séð, að það er skynsamleg leið. Samfylkingin náði ágætum árangri í kosningunum 2003 en þó var sagt, að gagnrýnin á kvótakerfið hafi ekki fengið nægilegan hljómgrunn. Ég er ósammála því. Í kosningunum 2007 minntist Samfylkingin varla á kvótakerfið. Flokkurinn ýtti málinu út af borðinu til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu. Þetta var forkastanlegt. Það var búið að boða félagshyggjustjórn en síðan fengu landsmenn ríkisstjórn með íhaldinu áfram. Samfylkingin kom inn í stað Framsóknar. Þetta voru mikil vonbrigði. En það hefði mátt réttlæta það ef Samfylkingin fengi einhver mikilvæg stefnumál í framkvæmd. Það hefur ekki orðið enn en vonandi verður svo. Það var hvergi samþykkt í Samfylkingunni að ýta kvótamálinu út af borðinu. Ákvörðun um það virðist hafa verið tekin af forustu flokksins. Ég er mjög óánægður með það og mótmæli því hér með sem félagi í Samfylkingunni og frambjóðandi í síðustu kosningum. Ég vænti þess samt að Samfylkingin sjái til þess að gerðar verði róttækar breytingar á kvótakerfinu í samræmi við óskir Mannréttindanefndar SÞ. Það verður að breyta kerfinu þannig að hætt verði að brjóta mannréttindi.Það er lágmarks breyting. - Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra hefur lofað Mannréttindanefnd SÞ því að kvótakerfið verði endurskoðað. Ekkert er þó farið að gera enn varðandi endurskoðun kerfisins. Sjómaður, Ásmundur Jóhannsson frá Sandgerði, réri kvótalaus til þess að mótmæla ranglæti kerfisins. Hann verður sjálfsagt ákærður. Hann segist munu kæra niðurstöðu dómsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Búist er við að margir fylgi fordæmi sjómannsins frá Sandgerði og rói kvótalausir. Er búist við að hreyfing muni myndast og landsmenn rísi upp gegn hinu rangláta kerfi. Ég fagna því ef svo verður. Kvótakerfið var sett á með ranglátum hætti og framkvæmt á ósanngjarnan hátt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar SÞ. Kvótakerfið er mesta ranglæti Íslandssögunnar. Það er verið að úthluta tiltölulega fáum útvöldum fríum gæðum,sem þeir geta braskað með og selt fyrir milljarða króna. Margir hafa gengið út úr greininni með fullar hendur fjár enda þótt þeir hafi fengið gæðin frítt. Þetta eru mannréttindabrot. Það eiga allir þegnar að sitja við sama borð og það jafnrétti er stjórnarskrárvarið. Ég tel að þessi mismunun sé brot á stjórnarskránni. Í þingkosningunum 2003 lagði Samfylkingin höfuðáherslu á kvótakerfið og nauðsynlegar breytingar á því. Flokkurinn setti þá fram tillögur um svonefnda fyrningarleið. Æ fleiri hafa séð, að það er skynsamleg leið. Samfylkingin náði ágætum árangri í kosningunum 2003 en þó var sagt, að gagnrýnin á kvótakerfið hafi ekki fengið nægilegan hljómgrunn. Ég er ósammála því. Í kosningunum 2007 minntist Samfylkingin varla á kvótakerfið. Flokkurinn ýtti málinu út af borðinu til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu. Þetta var forkastanlegt. Það var búið að boða félagshyggjustjórn en síðan fengu landsmenn ríkisstjórn með íhaldinu áfram. Samfylkingin kom inn í stað Framsóknar. Þetta voru mikil vonbrigði. En það hefði mátt réttlæta það ef Samfylkingin fengi einhver mikilvæg stefnumál í framkvæmd. Það hefur ekki orðið enn en vonandi verður svo. Það var hvergi samþykkt í Samfylkingunni að ýta kvótamálinu út af borðinu. Ákvörðun um það virðist hafa verið tekin af forustu flokksins. Ég er mjög óánægður með það og mótmæli því hér með sem félagi í Samfylkingunni og frambjóðandi í síðustu kosningum. Ég vænti þess samt að Samfylkingin sjái til þess að gerðar verði róttækar breytingar á kvótakerfinu í samræmi við óskir Mannréttindanefndar SÞ. Það verður að breyta kerfinu þannig að hætt verði að brjóta mannréttindi.Það er lágmarks breyting. - Höfundur er viðskiptafræðingur.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun