Erlent

Breskur bær tekur upp eigin gjaldmiðil

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Pundið breska mun eiga í harðri samkeppni við Lewes-pundið frá og með næsta þriðjudegi.
Pundið breska mun eiga í harðri samkeppni við Lewes-pundið frá og með næsta þriðjudegi.

Hið svokallaða Lewes-pund hefur göngu sína á þriðjudaginn kemur og hafa þegar um 50 fyrirtæki í bænum samþykkt að taka það gott og gilt. Talsmenn Lewes-pundsins segja að þegar hefðbundnu ensku pundi sé eytt, til dæmis í stórmarkaði, hverfi það út úr samfélaginu og gagnist íbúunum ekkert eftir það.

Lewes-pundið muni hins vegar hringsóla um samfélagið og mynda þannig eins konar lokað hagkerfi sem verðbólga og hagsveiflur landsins hafi takmörkuð áhrif á. Íbúar Lewes framleiða töluvert af matvöru sjálfir, til dæmis mjólkurvörur, og komi Lewes-pundið þá að góðum notum þegar keypt er framleiðsla bæjarbúa sjálfra. Þannig hverfi mun minni verðmæti burt úr samfélaginu og verðbólguáhrif verði takmörkuð, að minnsta kosti á sumar vörur. Til að byrja með verða gefin út 10.000 Lewes-pund við hátíðlega athöfn á þriðjudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×