Fimm ára þrautaganga Drífa Snædal skrifar 11. september 2008 05:00 Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábendingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálfstætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfsins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi" fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráðherra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tækifæri til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábendingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálfstætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfsins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi" fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráðherra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tækifæri til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun