Erlent

Kynlíf, fíkniefni og orka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Starfsmenn bandaríska innanríkisráðuneytisins þáðu óviðeigandi gjafir frá fyrirtækjum í orkuiðnaðinum og sóttu jafnvel veislur þar sem fíkniefni voru á boðstólum auk þess að eiga í kynferðislegum samböndum við starfsfólk fyrirtækjanna.

Þetta kemur fram í skýrslu sem kom út í gær en rannsóknin sem hún byggir á kostaði sem nemur tæpum hálfum milljarði króna. Um var að ræða nokkur olíu- og gasfyrirtæki sem opinberu starfsmönnunum var ætlað að hafa eftirlit með. Rannsóknin tekur til áranna 2002 til 2006 og kom hún upp um 135 tilfelli þar sem um óviðeigandi samskipti var að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×