Erlent

Le Pen ekki aftur í forsetaframboð

Jean-Marie Le Pen er með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu.
Jean-Marie Le Pen er með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu.

Hægriöfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen hefur gefið upp alla von um að verða forseti Frakklands og segist ekki munu sækjast eftir því aftur.

Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Í viðtali við franska blaðið Valeurs Actuelles segir Le Pen í dag segir hann að þurfi mjög sérstakar aðstæður til þess að hann bjóði sig fram aftur.

Le Pen er ekkert unglamb, er orðinn 80 ára gamall, en komst næst því að verða forseti árið 2002 þegar han atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Chirac sigraði þá með 80 prósentum atkvæða. Le Pen verður 84 ára þegar næst verður kosið í Frakklandi.

Flokkur hans hefur verið þekktur fyrir harða stefnu sína í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina og fyrir að slá til konu í kosningabaráttu fyrir þingkosningar árið 1997. Nokkuð hefur fjarað undan Franska þjóðernisflokknum á síðustu árum og hefur hann neyðst til að selja fyrrverandi höfuðstöðvar sínar. Þá seldi Le Pen brynvarinn bíl sinn á eBay til þess að afla fjár fyrri flokkinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×