Erlent

Gekk berserksgang í neðanjarðarlest

Óður maður með klaufhamar gekk berserksgang í neðanjarðarlest í Pennsylvania-ríki í Bandaríkjunum í gær og stórslasaði einn farþega í lestinni.

Árásarmaðurinn komst undan og er hans leitað. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna árásina glögglega þótt ekki hafi þær nægt til að bera kennsl á manninn. Hann endaði á því að draga fórnarlamb sitt út úr vagninum og reyna að ýta því undir lestina. Það tókst þó ekki og hvarf árásarmaðurinn á hlaupum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×