Viðskipti innlent

Hagnaður TM sexfaldast á milli ára

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.

Tryggingamiðstöðin hagnaðist um rúma 4,3 milljarða króna á síðasta ári samanborið við tæplega 700 milljónir árið 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands.

Bókfærð iðgjöld námu rúmum 20 milljörðum í fyrra eða rúmlega helmingi hærri upphæð árið 2006. Heildareignir TM voru rúmir 70 milljarðar í lok síðasta árs og jukust lítillega á milli ára. Þess má geta að hagnaður félagsins á fjórða ársfjórðungi nam 2,5 milljörðum króna.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir afkomu af vátryggingastarfsemi á Íslandi hafa verið óviðunandi, sérstaklega hvað varðar frjálsar ökutækjatryggingar og slysatryggingar sjómanna. Afkoma Nemi dótturfélags TM í Noregi var lítillega undir áætlun ársins. „Töluverður kostnaður var bókfærður vegna breytinga á yfirstjórn félagsins. Hér er um að ræða einskiptis kostnað en annar kostnaður félagsins er í samræmi við eða lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×