Viðskipti innlent

SPRON hækkaði mest í dag

SPRON hf. hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag eða um 6,61 prósent og er gengi félagsins nú 5,00. Flaga lækkaði mest eða um 1,25 prósent.

Það var Eimskipafélagið sem hækkað næst mes allra félaga eða um 4,44 prósent og Exista kom á eftir þeim með 3,03 prósenta hækkun. Century Aluminum Company hækkaði um 2,34 prósent og Eik Banki um 2,16 prósent.

Landsbankinn lækkaði um 0,49 prósent og Icelandair Group hf um 0,41 prósent. Fleiri félög lækkuðu ekki í Kauphöllinni í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði einnig um 0,89 prósent og er nú rúmlega 5.302 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×