Viðskipti innlent

Greining Glitnis spáir 0,5% stýrivaxtahækkun í apríl

Greining Glitnis spáir því bankastjórn Seðlabankans hækki stýrivexti um 0,50 prósentustig, í 15,5%, á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 10. apríl.

Greiningin fjallar um málið í Morgunkorni sínu og segist telja að vöxtum verði haldið óbreyttum í 15,5% fram á þriðja ársfjórðung til að ná niður tímabundnum verðbólguþrýstingi og veita verðbólguvæntingum traust akkeri.

Greining segist telja að bankinn ríði á vaðið í september og lækki þá vexti sína um 0,50 prósentustig og að vextir verði komnir í 14,5% í árslok. Þá er því spáð að vextir verði lækkaðir ört á árinu 2009, að verðbólgumarkmið bankans náist um mitt árið og að vextir verði 8,0% í lok þess árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×