Framsókn og framtíðin Sigmar b. hauksson skrifar 4. apríl 2008 00:01 Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem framsýnir og djarfir stjórnmálamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efnahagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlönudum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15 – 16% vexti sem fara í vasann á erlendum fjárfestingarsjóðum. Framsýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp Evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núverandi efnahagsvanda; skynsamlegra sé að tengjast öðrum gjaldmiðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengjast öðrum gjaldmiðli en Evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkjunum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risavöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörðunum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, í Mbl. 13. mars s.l. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Framsóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23.3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11.7% og 7 þingmenn árið 2007. Ýmislegt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er einmitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nánast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál vantar í Framsóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hentugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslendingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í málefnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakling sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem framsýnir og djarfir stjórnmálamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efnahagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlönudum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15 – 16% vexti sem fara í vasann á erlendum fjárfestingarsjóðum. Framsýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp Evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núverandi efnahagsvanda; skynsamlegra sé að tengjast öðrum gjaldmiðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengjast öðrum gjaldmiðli en Evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkjunum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risavöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörðunum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, í Mbl. 13. mars s.l. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Framsóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23.3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11.7% og 7 þingmenn árið 2007. Ýmislegt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er einmitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nánast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál vantar í Framsóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hentugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslendingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í málefnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakling sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun