Viðskipti innlent

Bankarnir þurfa aðgang að evru

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Niðurstöður Viðskiptaþings ræddu í gær Hreiðar Már Sigurðsson, Róbert Wessman, Þóra Arnórsdóttir sem stýrði umræðum, Tryggvi Þór Herbersson og Katrín Pétursdóttir.
Niðurstöður Viðskiptaþings ræddu í gær Hreiðar Már Sigurðsson, Róbert Wessman, Þóra Arnórsdóttir sem stýrði umræðum, Tryggvi Þór Herbersson og Katrín Pétursdóttir. Fréttablaðið/GVA
Í pallborði „viðskiptalífsins“ á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í gær voru skiptar skoðanir um hvort krónan væri byrði eða blóraböggull, en að því var spurt í yfirskrift þingsins.

„Fyrir fjármálafyrirtæki er óstöðugleiki byrði,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. „Við verðum að hafa aðgang að Seðlabanka með evrur,“ segir hann og telur þá staðreynd eina í raun útiloka einhliða upptöku myntarinnar hér.

Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis segir ljóst að krónan sé byrði útflutningsfyrirtækjum og telur eitt brýnasta verkefni hagstjórnar hér að stuðla að stöðugleika gjaldmiðilsins.

Tryggvi Þór Herbersson, forstjóri Aska Capital segir að hér eigi allir að líta sér nær, sér í lagi stjórnvöld og fjármálafyrirtæki, þar sem sameininga og hagræðingar sé þörf. „Vandinn er að fjármálakerfið og hið opinbera hefur verið á fylleríi,“ sagði hann í pallborðinu. Hreiðar Már segir eitt brýnasta verkefnið að losna við viðskiptahallann og draga úr skuldum þjóðarbúsins. „Það er umræða sem ég hef saknað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×