Erlent

Skotinn til bana í Danmörku

Árásin átti sér stað í úthverfi Kaupmannahafnar.
Árásin átti sér stað í úthverfi Kaupmannahafnar.

Nítján ára gamall maður var í gærkvöldi skotinn til bana í bænum Tingbjerg sem er úthverfi Kaupmannahafnar. Danska lögreglan telur að um klíkuuppgjör sé að ræða en drengurinn sat og borðaði pizzu með félögum sínum þegar á þá var skotið með fyrrgreindum afleiðingum.

Lögreglan leita nú árásármannana og lýsir eftir vitnum. Danskir miðlar telja líklegt að árásin tengist skotbardaga sem háður var í nágrenninu á fimmtudaginn var en þar reyndu tvær unglingaklíkur að gera upp sín mál með aðstoð skotvopna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×