Erlent

Biðlistum eytt á dauðadeildinni í Texas

Mótmælandi fyrir utan fangelsið í gær.
Mótmælandi fyrir utan fangelsið í gær. MYND/AP

Fjörutíu og fimm ára karlmaður var tekinn af lífi í nótt í Texas ríki en maðurinn var fundinn sekur um morð á lögreglumanni á aðfangadag árið 2000. Maðurinn var í hópi sjö fanga sem brutu sér leið út úr prísund sinni í desember það ár.

Fangarnir frömdu síðan rán í sportvöruverslun og lést lögreglumaðurinn í bardaga sem blossaði upp þegar lögregla kom á vettvang. Maðurinn, Michael Rodriguez er sá fyrsti úr hópnum sem tekinn er af lífi en fimm aðrir bíða nú örlaga sinna á dauðadeild.

Rodriguez er áttundi fanginn sem tekinn er af lífi í Texas á þessu ári en ekkert ríki í Bandaríkjunum er duglegra við að beita dauðarefsingunni. Yfirvöld í ríkinu gera ráð fyrir að taka ellefu manns til viðbótar af lífi á þessu ári en hinir dauðadæmdu hafa hrannast upp í fangelsum ríkisins vegna þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna fyrirskipaði að hlé yrði gert á dauðarefsingum vegna kærumáls er varðaði eitursprautuna svokölluðu.

Þau mál hafa nú verið útkljáð og því hyggjast yfrivöld í Texas hafa hraðar hendur það sem eftir lifir árs til þess að eyða biðlistunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×