Erlent

Mótmæltu framferði Kínverja í Tíbet

MYND/AP
Fimm útlendingar eru í haldi í Peking höfuðborg Kína en fólkið var að mótmæla framferði Kínverja í Tíbet. Þrennt er frá Bandaríkjunum, einn frá Ástralíu en fimmti mótmælandinn er Breti, að því er fréttastofa SKY greinir frá. Fólkið klifraði upp á höfuðstöðvar kínverska ríkissjónvarpsins og lét sig síðan síga niður með stóran mótmælafána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×