Erlent

Fleiri blekkingar Kínverja komast upp

MYND/AFP

Opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking er enn milli tannana á fólki. Sagt hefur verið frá því að stjórnendur hátíðarinnar hafi látið tölvuteikna hluta flugeldasýningarinnar stórfenglegu.

Auk þess var litla stúlkan sem heillaði heimsbyggðina með söng sínum aðeins að hreyfa varirnar því sú sem söng í raun þótti ekki nógu sjónvarpsvæn í útliti.

Nú hefur verið greint frá því að börnin sem báru kínverska fánann inn á leikvanginn og áttu að vera fulltrúar hinna 56 þjóðernishópa sem byggja Kína hafi alls ekkert verið fulltrúar þeirra. Í raun voru allir krakkarnir 56 Han-kínverjar sem er lang stærsti þjóðernishópurinn í landinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×