Gröndalshús á heljarslóð? Opið bréf til borgarstjóra Jónína Óskarsdóttir skrifar 31. janúar 2007 05:30 Í bakgarði við Vesturgötu 16b leynist dýrgripur. Hann liggur ekki í alfaraleið og til þess að finna hann þarf að kíkja inn í undirgöng og þá blasir hann við; skemmtilegt og skrýtið hús. Þetta er Gröndalshús. Þarna bjó skáldið og náttúrufræðingurinn Benedikt Gröndal og þarna skrifaði hann meðal annars ævisögu sína Dægradvöl. Þar segir hann frá samferðamönnum og koma við sögu margir þekktustu Íslendingar 19. aldarinnar og eru sýndir í allt öðru ljósi en í skólabókarsögunni. Í þessu húsi eru ótæmandi möguleikar fyrir menningarmálanefnd Reykjavíkur að tengja okkur og erlenda gesti okkar við söguna með bókmennta-, sagnfræði- og náttufræðidagskrá. Sögu Benedikts hér á landi má rekja um miðbæ Reykjavíkur og víðar. Ekki veit ég þó til þess að hann tengist Árbæjarhverfi á neinn hátt. Ástæða þessara hugleiðinga minna er að til stendur að flytja Gröndalshús á Árbæjarsafn! Gröndalshús sem er falin gersemi, leyndardómurinn í bakgarðinum sem ég uppgötvaði þegar ég bar út Alþýðublaðið á þessum slóðum sem barn. Til stendur að byggja stórhýsi bak við Gröndalshús og sá víðtæki misskilningur virðist ríkja að húsið sé fyrir í skipulagi. Eina vandamálið er að húsið er lóðarlaust og því þyrfti að semja við húseigendur framhússins um sanngjarna leigu fyrir umferð að húsinu. Mér skilst að hér í Reykjavík fari húsafriðun þannig fram að varðveislugildi einstakra húsa sé metið og sérstaklega valin hús síðan flutt á Árbæjarsafn ef þau eru talin vera fyrir í skipulagi. Ég spyr, hvers konar skipulag er það sem tekur ekki tillit til húsa eins og Gröndalshúss? Hvað er borg án bakgarða og þeirra leyndardóma sem þeim fylgja? Mér finnst þetta eins og að henda út ómetanlegum ættargrip fyrir Ikeasófa og hver sér ekki eftir því? Árbæjarsafn er barn síns tíma frá því við vorum nýrík og skömmuðumst okkar fyrir timburhjallana. Þá hefur það líklega orðið ýmsum húsum til „lífs" að þeim var bjargað frá eyðileggingu og niðurrifi með því að flytja þau á safnið. Nú eru allt aðrir tímar! Hver gæti til dæmis hugsað sér að vera án Grjótaþorpsins og Bernhöftstorfunnar? Gröndalshús verður að fá að standa. Ég skora á þig, Vilhjálmur borgarstjóri, að taka upp veskið og sjá um að myndarlega verði staðið að viðhaldi og notkun hússins á sínum stað. Það er viðeigandi gjöf til Reykvíkinga í tilefni af 50 ára afmæli Árbæjarsafns í ár og gæti verið fyrsta skrefið í breyttu hlutverki safnsins að gera því kleift að viðhalda gömlum húsum í sínu rétta umhverfi. Ég kom við á Árbæjarsafni um jólin og var þá að reyna að lýsa því fyrir dóttur minni að þarna væri ÍR-húsið sem stóð við Túngötuna vestur í bæ þar sem ég var í leikfimi og dansi þegar ég var í Öldugötuskólanum og þarna við hliðina væri prófessorsbústaðurinn innan af Kleppi sem var austur í bæ þegar ég vann þar fyrir 20 árum. Þarna stóðu húsin hlið við hlið rétt eins og þau væru rammvillt og dóttir mín var engu nær. Við þurfum að gæta þess sem við eigum eftir af menningarsögu í miðbænum okkar eins og sjáaldurs augna okkar. Vilhjálmur, Dagur, Svandís, Ólafur F. og Björn Ingi og þið öll sem hafið með stjórn borgarinnar að gera hvar í flokki sem þið standið; nú bið ég ykkur að taka höndum saman og stöðva væntanlegan flutning Gröndalshúss og frekara niðurrif gamla miðbæjarins. Reykvíkingar, Íslendingar, þetta er höfuðborgin okkar allra. Látið frá ykkur heyra ef ykkur stendur ekki á sama! Bregðumst við! Borgir með sögu laða að og ef við litumst um í gömlu höfuðborginni okkar, Kaupmannahöfn, þá er sagan eitt af því sem gerir hana aðlaðandi; sagan sem maður skynjar þar á hverju götuhorni. Við höfum tækifæri til að vernda sögu Reykjavíkur eða rífa og glata. Torfusamtökin eru nú vöknuð aftur og héldu fjölmennan fund fyrir skömmu í Iðnó þar sem á annað hundrað manns gengu í samtökin. Þar flutti Pétur Ármannsson arkitekt athyglisvert erindi þar sem hann lagði áherslu á að verndun byggingararfsins þurfi ekki að stangast á við uppbyggingu í borginni því „verndun er uppbygging". Höfundur er bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í bakgarði við Vesturgötu 16b leynist dýrgripur. Hann liggur ekki í alfaraleið og til þess að finna hann þarf að kíkja inn í undirgöng og þá blasir hann við; skemmtilegt og skrýtið hús. Þetta er Gröndalshús. Þarna bjó skáldið og náttúrufræðingurinn Benedikt Gröndal og þarna skrifaði hann meðal annars ævisögu sína Dægradvöl. Þar segir hann frá samferðamönnum og koma við sögu margir þekktustu Íslendingar 19. aldarinnar og eru sýndir í allt öðru ljósi en í skólabókarsögunni. Í þessu húsi eru ótæmandi möguleikar fyrir menningarmálanefnd Reykjavíkur að tengja okkur og erlenda gesti okkar við söguna með bókmennta-, sagnfræði- og náttufræðidagskrá. Sögu Benedikts hér á landi má rekja um miðbæ Reykjavíkur og víðar. Ekki veit ég þó til þess að hann tengist Árbæjarhverfi á neinn hátt. Ástæða þessara hugleiðinga minna er að til stendur að flytja Gröndalshús á Árbæjarsafn! Gröndalshús sem er falin gersemi, leyndardómurinn í bakgarðinum sem ég uppgötvaði þegar ég bar út Alþýðublaðið á þessum slóðum sem barn. Til stendur að byggja stórhýsi bak við Gröndalshús og sá víðtæki misskilningur virðist ríkja að húsið sé fyrir í skipulagi. Eina vandamálið er að húsið er lóðarlaust og því þyrfti að semja við húseigendur framhússins um sanngjarna leigu fyrir umferð að húsinu. Mér skilst að hér í Reykjavík fari húsafriðun þannig fram að varðveislugildi einstakra húsa sé metið og sérstaklega valin hús síðan flutt á Árbæjarsafn ef þau eru talin vera fyrir í skipulagi. Ég spyr, hvers konar skipulag er það sem tekur ekki tillit til húsa eins og Gröndalshúss? Hvað er borg án bakgarða og þeirra leyndardóma sem þeim fylgja? Mér finnst þetta eins og að henda út ómetanlegum ættargrip fyrir Ikeasófa og hver sér ekki eftir því? Árbæjarsafn er barn síns tíma frá því við vorum nýrík og skömmuðumst okkar fyrir timburhjallana. Þá hefur það líklega orðið ýmsum húsum til „lífs" að þeim var bjargað frá eyðileggingu og niðurrifi með því að flytja þau á safnið. Nú eru allt aðrir tímar! Hver gæti til dæmis hugsað sér að vera án Grjótaþorpsins og Bernhöftstorfunnar? Gröndalshús verður að fá að standa. Ég skora á þig, Vilhjálmur borgarstjóri, að taka upp veskið og sjá um að myndarlega verði staðið að viðhaldi og notkun hússins á sínum stað. Það er viðeigandi gjöf til Reykvíkinga í tilefni af 50 ára afmæli Árbæjarsafns í ár og gæti verið fyrsta skrefið í breyttu hlutverki safnsins að gera því kleift að viðhalda gömlum húsum í sínu rétta umhverfi. Ég kom við á Árbæjarsafni um jólin og var þá að reyna að lýsa því fyrir dóttur minni að þarna væri ÍR-húsið sem stóð við Túngötuna vestur í bæ þar sem ég var í leikfimi og dansi þegar ég var í Öldugötuskólanum og þarna við hliðina væri prófessorsbústaðurinn innan af Kleppi sem var austur í bæ þegar ég vann þar fyrir 20 árum. Þarna stóðu húsin hlið við hlið rétt eins og þau væru rammvillt og dóttir mín var engu nær. Við þurfum að gæta þess sem við eigum eftir af menningarsögu í miðbænum okkar eins og sjáaldurs augna okkar. Vilhjálmur, Dagur, Svandís, Ólafur F. og Björn Ingi og þið öll sem hafið með stjórn borgarinnar að gera hvar í flokki sem þið standið; nú bið ég ykkur að taka höndum saman og stöðva væntanlegan flutning Gröndalshúss og frekara niðurrif gamla miðbæjarins. Reykvíkingar, Íslendingar, þetta er höfuðborgin okkar allra. Látið frá ykkur heyra ef ykkur stendur ekki á sama! Bregðumst við! Borgir með sögu laða að og ef við litumst um í gömlu höfuðborginni okkar, Kaupmannahöfn, þá er sagan eitt af því sem gerir hana aðlaðandi; sagan sem maður skynjar þar á hverju götuhorni. Við höfum tækifæri til að vernda sögu Reykjavíkur eða rífa og glata. Torfusamtökin eru nú vöknuð aftur og héldu fjölmennan fund fyrir skömmu í Iðnó þar sem á annað hundrað manns gengu í samtökin. Þar flutti Pétur Ármannsson arkitekt athyglisvert erindi þar sem hann lagði áherslu á að verndun byggingararfsins þurfi ekki að stangast á við uppbyggingu í borginni því „verndun er uppbygging". Höfundur er bókavörður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun