Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóðanna aukast minna vegna umróts

Eignir lífeyrissjóða landsins jukust mun minna í ágúst en í mánuðum sjö á undan eftir því sem segir í Morgunkorni Glitnis þar er bent á að á fyrstu sjö mánuðum ársins hafi hrein eignaaukning lífeyrissjóðanna verið 1,3 prósent að meðaltali á mánuði en í ágúst jukust eignirnar um 0,4 prósent. Rekur greiningardeildin þetta til umróts á fjármálamörkuðum í ágúst.

Í lok ágústmánaðar nam hrein eign lífeyrissjóðanna tæplega 1650 milljörðum og hafði aukist um nærri 6,5 milljarða í mánuðinum. Eignaaukningu lífeyrissjóðanna í ágúst má alfarið rekja til 1,1 prósents eignaaukningar í skuldabréfum og reyndar gott betur, eins og segir í Morgunkorninu. Eign í verðbréfum með breytilegum tekjum dróst hins vegar saman um 0,7 prósent í mánuðinum sem má alfarið rekja til samdráttar í eign á innlendum hlutabréfum.

Segir greiningardeildin líklegt að þessi þróun verði einnig uppi á teningnum í september því úrvalsvísitalan lækkaði um tæplega þrjú prósent í septembermánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×