Viðskipti innlent

Bareigandi telur sig hlunnfarinn í hlutafjárútboði

Sigurður G. Guðjónsson flytur málið fyrir Guðjón Sverri.
Sigurður G. Guðjónsson flytur málið fyrir Guðjón Sverri.

Guðjón Sverrir Rafnsson bareigandi hefur stefnt FL Group vegna deilu sem varð eftir útboð með bréf í fyrirtækinu árið 2005. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Guðjóns, segir að umframáskrift hafi verið með bréf í fyrirtækinu.

Þeir hlutir sem fólk bauð í hafi verið skornir niður um tvo þriðju þannig að flestir hafi aðeins fengið um 33% af því sem þeir voru skráðir fyrir í útboðinu. Sigurður segir að ekki hafi verið beitt línulegum niðurskurði. Hlutur umbjóðanda hans hafi verið skorinn mun meira niður. Umbjóðandinn hafi sem sagt fengið miklu minni hlut en hann taldi sig eiga rétt á. Þessi mismunun hafi ekki verið rökstuddur á nokkurn hátt. Guðjón krefst þess vegna að niðurskurðurinn verði jafn gagnvart öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu.

Guðjón Sverrir skráði sig fyrir 800 milljónum að markaðsvirði í útboðinu. Gengið í útboðinu 21. nóvember 2005 var 15,4 en er núna 26,9. Guðjón hefur stundað viðskipti um árabil. Hann er meðal annars eigandi skemmtistaðarins Rex sem nýtur mikilla vinsælda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×