Viðskipti innlent

BA velur hugbúnað frá Calidris

Breska flugfélagið British Airways hefur valið að nota hugbúnaðarpakka sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Calidris hefur hannað og þróað og ber nafnið Business Change Management. Raunar hefur BA notað þennan pakka undanfarið ár en Calidris tilkynnti fyrst um málið í dag.

Kolbeinn Arinbjarnarson hjá Calidris segir að leynd hafi verið á þessu samstarfi BA og Calidris af viðskiptaástæðum en Calidris ætli nú að bjóða öðrum flugfélögum þennan hugbúnaða þar sem reynsla BA af honum hefur verið mjög góð.

Í stuttu máli er Business Change Management hugbúnaður sem leggst ofan á þau tölvukerfi sem fyrir eru eins og bókanakerfi, miðakerfi, brottfararkerfi o. sv. fr. og breytir verkferlum þeirra þannig að þau virka betur og eru skilvirkari. Einnig gerir hugbúnaðurinn alla tengingu við internetið auðveldari. BA er eitt af þeim flugfélögum sem einna fyrst tók internetið í þjónustu sína hvað varðar bókanir á flugmiðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×