Viðskipti innlent

Hækkanir í kauphöllinni

Hlutabréf hafa hækkað lítillega í verði í kauphöllinni það sem af er degi. Úrvalsvísitalan hafði hækkað um 0,51 prósent um klukkan hálf ellefu í morgun.

FL Group var búið að hækka mest eða um 0,93 prósent. Þá höfðu hlutabréf í Landsbankanum hækkað um 0,58 prósent og í Kaupþing banka um 0,51 prósent. Mestu viðskipti það sem af er degi voru með bréf í Glitnir banka eða fyrir um 177 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×