Nitro heldur mótorhjólasýningu fyrir framan húsakynni sín að Bíldshöfða 9 í dag frá kl. 12 til 16. Auk ýmissa gerða hjóla, fatnaðar og aukabúnaðar sem til sýnis verður, hefur verið búin til torfæruhjólabraut á grasflöt framan við verslunina þar sem nokkrir keppnismenn í mótorkrossi munu sýna tilþrif. Sýnd verða kawasaki torfæruhjól og götuhjól, Husaberg enduro og supermotohjól, Beta barna- og trialhjól ásamt mótorhjólaaukahlutum. Allt fólk sem áhugasamt er um mótorhjól eða jaðarsport er hvatt til að mæta í Bíldshöfðann í dag. Akstursíþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport
Nitro heldur mótorhjólasýningu fyrir framan húsakynni sín að Bíldshöfða 9 í dag frá kl. 12 til 16. Auk ýmissa gerða hjóla, fatnaðar og aukabúnaðar sem til sýnis verður, hefur verið búin til torfæruhjólabraut á grasflöt framan við verslunina þar sem nokkrir keppnismenn í mótorkrossi munu sýna tilþrif. Sýnd verða kawasaki torfæruhjól og götuhjól, Husaberg enduro og supermotohjól, Beta barna- og trialhjól ásamt mótorhjólaaukahlutum. Allt fólk sem áhugasamt er um mótorhjól eða jaðarsport er hvatt til að mæta í Bíldshöfðann í dag.