Viðskipti innlent

Hannes hefur tíu daga til að finna 6,3 milljarða

Hannes Smárason þarf að hafa hraðar hendur við að fjármagna kaupin á hlutnum í Geysi Green Energy.
Hannes Smárason þarf að hafa hraðar hendur við að fjármagna kaupin á hlutnum í Geysi Green Energy.

Æskilegt er Hannes Smárason ljúki fjármögnun á hlutafjárkaupum sínum í Geysi Green Energy á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group á fundi með fjárfestum í morgun.

Hannes mun kaupa 23% hlut í Geysi Green Energy af FL Group og er talið líklegt að hann muni fjármagna þau kaup með sölu á hluta af bréfum sínum í FL Group.

Þegar rætt var um frægan samruna Reykjavik Energy Invest og Geysi Green Energy í lok september var síðarnefnda félagið metið á 27,5 milljarða. Miðað við það þarf Hannes að punga út rétt rúmum 6,3 milljörðum fyrir hutinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×