Bankamenn sögðu verð FL Group hátt Björgvin Guðmundsson skrifar 5. desember 2007 02:15 Forsvarsmenn FL sögðust hafa vilyrði fyrir 45 milljarða króna langtímafjármögnun, sem muni ljúka á næstu dögum. Hluti þess verði notaður til að greiða upp skammtímaskuldir. Vísir/Anton „Við vonumst til þess að sjá einhver ný andlit í hluthafahópnum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, um hlutafjáraukningu félagsins. „Við erum að vinna í því að styrkja eiginfjárgrunn FL Group svo við getum tekið á okkur áföll ef þau verða. Við tökum líka þátt í hlutafjáraukningunni til að slá á sögur um að allt sé að brenna hjá FL. Þetta er sterkt félag á alla mælikvarða.“ Baugur Group sem Jón Ásgeir stýrir seldi FL Group í gær fasteignafélög að verðmæti 54 milljarðar króna. Baugur fær greitt með hlutafé í FL Group og verður stærsti eigandi félagsins með tæplega 36 prósent. Að auki verða tíu milljarðar króna boðnir fagfjárfestum og fimm til viðbótar verði umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Öll þessi viðskipti með bréf FL Group fara fram á genginu 14,7 sem er þónokkuð lægra en til stóð fyrir helgi. Viðskipti með bréf FL Group í fyrradag voru á genginu 19,25. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þrýstu viðskiptabankar Baugs á að gengið yrði lægra en til stóð. Jón Ásgeir segir að annaðhvort hefði þurft að kaupa fasteignir Baugs á hærra verði eða lækka verð á FL. Margar stærðir hafi einnig breyst í þessari vinnu. „Menn sáu tækifæri í því að lækka verðið. Þá gefst tækifæri til að selja fleirum á þessu verði sem er mjög hagstætt miðað við sambærileg félög,“ segir Jón Ásgeir. Hannes Smárason hættir sem forstjóri FL Group og Jón Sigurðsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri, tekur við. Jón segir jákvætt að óvissu um stjórn og styrk félagsins hafi verið eytt. Verkefnið fram undan sé að sinna fjárfestingum FL Group með öflugu fasteignarfélagi innanborðs. Á óvissutímum á mörkuðum muni FL Group fara hægar yfir. Hannes segist sáttur að stíga úr forstjórastólnum á þessum tímapunkti. „Mín staða er þokkaleg. Ég er áfram stór hluthafi í félaginu. Ég ætla að koma inn í Geysir Green og halda áfram sem fjárfestir. Þetta verður ekki mikil breyting fyrir mig.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Við vonumst til þess að sjá einhver ný andlit í hluthafahópnum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, um hlutafjáraukningu félagsins. „Við erum að vinna í því að styrkja eiginfjárgrunn FL Group svo við getum tekið á okkur áföll ef þau verða. Við tökum líka þátt í hlutafjáraukningunni til að slá á sögur um að allt sé að brenna hjá FL. Þetta er sterkt félag á alla mælikvarða.“ Baugur Group sem Jón Ásgeir stýrir seldi FL Group í gær fasteignafélög að verðmæti 54 milljarðar króna. Baugur fær greitt með hlutafé í FL Group og verður stærsti eigandi félagsins með tæplega 36 prósent. Að auki verða tíu milljarðar króna boðnir fagfjárfestum og fimm til viðbótar verði umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Öll þessi viðskipti með bréf FL Group fara fram á genginu 14,7 sem er þónokkuð lægra en til stóð fyrir helgi. Viðskipti með bréf FL Group í fyrradag voru á genginu 19,25. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þrýstu viðskiptabankar Baugs á að gengið yrði lægra en til stóð. Jón Ásgeir segir að annaðhvort hefði þurft að kaupa fasteignir Baugs á hærra verði eða lækka verð á FL. Margar stærðir hafi einnig breyst í þessari vinnu. „Menn sáu tækifæri í því að lækka verðið. Þá gefst tækifæri til að selja fleirum á þessu verði sem er mjög hagstætt miðað við sambærileg félög,“ segir Jón Ásgeir. Hannes Smárason hættir sem forstjóri FL Group og Jón Sigurðsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri, tekur við. Jón segir jákvætt að óvissu um stjórn og styrk félagsins hafi verið eytt. Verkefnið fram undan sé að sinna fjárfestingum FL Group með öflugu fasteignarfélagi innanborðs. Á óvissutímum á mörkuðum muni FL Group fara hægar yfir. Hannes segist sáttur að stíga úr forstjórastólnum á þessum tímapunkti. „Mín staða er þokkaleg. Ég er áfram stór hluthafi í félaginu. Ég ætla að koma inn í Geysir Green og halda áfram sem fjárfestir. Þetta verður ekki mikil breyting fyrir mig.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira