Aumlegt yfirklór Hafsteinn Karlsson skrifar 16. október 2007 13:06 Bæjarstjórinn í Kópavogi réð vin sinn í vinnu hjá bænum án þess að auglýsa starfið. Hann ákvað að borga honum laun langt umfram þá taxta sem í gildi eru að aðrir starfsmenn bæjarins verða að sætta sig við. Trúr og duglegur starfsmaður bæjarins sem vinurinn var settur við hliðina á, gerði athugasemd. Bæjarstjórinn gerði við hann starfslokasamning, sem á mannamáli þýðir að hann var rekinn! Bæjarstjórinn hefur lýst sinni hlið á málinu og hún er ósköp einföld. Vinur hans er miklu meira virði en aðrir starfsmenn bæjarins og það er ekki hægt að bjóða honum að vinna á þeim lágu kauptöxtum sem bærinn borgar eftir. Svo einfalt er það. Grunnlaun hans eru 240 þús. kr. og til viðbótar fær hann fullt af föstum yfirvinnutímum, eða 60. Hann fær því laun upp á tæplega 400 þús. kr. á meðan aðrir með svipaða menntun sem vinna svipuð störf verða að sætta sig við helminginn af því eða minna. Laun hans eru algjörlega á skjön við kjarasamninga sem aðrir starfsmenn verða þó að fá greitt eftir. Eftir að hafa lítilsvirt bæjarstarfsmenn og sýnt þeim fáheyrðan hroka hefur bæjarstjóri ásamt ímyndarsmiðum sínum reynt að breiða yfir drambið og hrokann. Í yfirlýsingum frá honum var hann "að koma því að framfæri í viðtali við fréttamanninn að viðkomandi verkefnisstjóri yrði ekki ráðinn til bæjarins á launataxta ritara," þegar hann sagði vin sinn "hafa verið hvalreka fyrir Kópavogsbæ og að augljóst sé að slíkur fengur myndi ekki koma til starfa hjá bænum á taxtalaunum." Hver á að trúa svona yfirklóri? Í grein í Fréttablaðinu gerir bæjarstjórinn lítið úr þessu máli. Þarna sé Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar bara að "ná fram hefndum fyrir flokksbróður sinn eftir að ég [Gunnar] vakti athygli á því að hann hefði verið vanhæfur í skólanefnd þegar frændi hans var ráðinn aðstoðarskólameistari hér í bæ." Gunnar veit jafnvel og aðrir að búið var að ráða í stöðuna, tilkynna um ráðninguna í fréttatilkynningu frá bænum auk þess sem maðurinn var búinn að starfa sem aðstoðarskólastjóri í þrjár vikur þegar málið var tekið fyrir í skólanefnd. Í skólanefnd voru ekki greidd atkvæði heldur lagði hún síðbúna blessun yfir ráðninguna. Skólanefndarmaðurinn var ekki vanhæfur hvort sem bæjarstjóranum líkar betur eða ver. En meðal annarra orða - veit bæjarstjórinn ekki að í grunnskólum bæjarins er stöðuheitið aðstoðarskólameistari ekki til? Það er í rauninni kostulegt og dapurlegt í senn að bæjarstjóri skuli halda að hefndarhugur hafi komið þessu máli af stað. Það lýsir e.t.v. best hversu léttvægt hann telur það að hygla sínum vini sérstaklega. Yfirklór bæjarstjórans er aumlegt. Hann hefur sjálfur sagt að honum finnist sjálfsagt að borga vini sínum miklu hærri laun en öðrum starfsmönnum bæjarins. Framkoma hans er óásættanleg og ólíðandi. Lítilsvirðingin í garð starfsmanna Kópavogsbæjar á sér ekki hliðstæðu. Menn í hans stöðu hafa engan rétt til að hygla vinum sínum. Spilling er rétta orðið yfir þetta.Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Bæjarstjórinn í Kópavogi réð vin sinn í vinnu hjá bænum án þess að auglýsa starfið. Hann ákvað að borga honum laun langt umfram þá taxta sem í gildi eru að aðrir starfsmenn bæjarins verða að sætta sig við. Trúr og duglegur starfsmaður bæjarins sem vinurinn var settur við hliðina á, gerði athugasemd. Bæjarstjórinn gerði við hann starfslokasamning, sem á mannamáli þýðir að hann var rekinn! Bæjarstjórinn hefur lýst sinni hlið á málinu og hún er ósköp einföld. Vinur hans er miklu meira virði en aðrir starfsmenn bæjarins og það er ekki hægt að bjóða honum að vinna á þeim lágu kauptöxtum sem bærinn borgar eftir. Svo einfalt er það. Grunnlaun hans eru 240 þús. kr. og til viðbótar fær hann fullt af föstum yfirvinnutímum, eða 60. Hann fær því laun upp á tæplega 400 þús. kr. á meðan aðrir með svipaða menntun sem vinna svipuð störf verða að sætta sig við helminginn af því eða minna. Laun hans eru algjörlega á skjön við kjarasamninga sem aðrir starfsmenn verða þó að fá greitt eftir. Eftir að hafa lítilsvirt bæjarstarfsmenn og sýnt þeim fáheyrðan hroka hefur bæjarstjóri ásamt ímyndarsmiðum sínum reynt að breiða yfir drambið og hrokann. Í yfirlýsingum frá honum var hann "að koma því að framfæri í viðtali við fréttamanninn að viðkomandi verkefnisstjóri yrði ekki ráðinn til bæjarins á launataxta ritara," þegar hann sagði vin sinn "hafa verið hvalreka fyrir Kópavogsbæ og að augljóst sé að slíkur fengur myndi ekki koma til starfa hjá bænum á taxtalaunum." Hver á að trúa svona yfirklóri? Í grein í Fréttablaðinu gerir bæjarstjórinn lítið úr þessu máli. Þarna sé Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar bara að "ná fram hefndum fyrir flokksbróður sinn eftir að ég [Gunnar] vakti athygli á því að hann hefði verið vanhæfur í skólanefnd þegar frændi hans var ráðinn aðstoðarskólameistari hér í bæ." Gunnar veit jafnvel og aðrir að búið var að ráða í stöðuna, tilkynna um ráðninguna í fréttatilkynningu frá bænum auk þess sem maðurinn var búinn að starfa sem aðstoðarskólastjóri í þrjár vikur þegar málið var tekið fyrir í skólanefnd. Í skólanefnd voru ekki greidd atkvæði heldur lagði hún síðbúna blessun yfir ráðninguna. Skólanefndarmaðurinn var ekki vanhæfur hvort sem bæjarstjóranum líkar betur eða ver. En meðal annarra orða - veit bæjarstjórinn ekki að í grunnskólum bæjarins er stöðuheitið aðstoðarskólameistari ekki til? Það er í rauninni kostulegt og dapurlegt í senn að bæjarstjóri skuli halda að hefndarhugur hafi komið þessu máli af stað. Það lýsir e.t.v. best hversu léttvægt hann telur það að hygla sínum vini sérstaklega. Yfirklór bæjarstjórans er aumlegt. Hann hefur sjálfur sagt að honum finnist sjálfsagt að borga vini sínum miklu hærri laun en öðrum starfsmönnum bæjarins. Framkoma hans er óásættanleg og ólíðandi. Lítilsvirðingin í garð starfsmanna Kópavogsbæjar á sér ekki hliðstæðu. Menn í hans stöðu hafa engan rétt til að hygla vinum sínum. Spilling er rétta orðið yfir þetta.Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar