Viðskipti innlent

Milestone kaupir 5% í Teymi

Milestone, fjárfestingarfélag í eigu Karls og Steingríms Wernerssonar, hefur keypt 5,02% hlut í Teymi á genginu 6,75. Samkvæmt tilkynningu frá kauphöllinni eykst hlutur Milestone úr tæpum 12% og í tæp 17% við kaupin.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag seldi FL Group 5% hlut í Teymi og á því eftir 1,81% hlut í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×