Viðskipti innlent

FL Group selur 5% hlut í Teymi

FL Group hefur selt 5% hlut sinn í Teymi. Um var að ræða tæplega 180 milljón hluti og miðað við gengi Teymis í kauphöllinni er kaupverðið rúmlega einn milljarður kr.

Í tilkynningu um málið á vef kauphallarinnar segir að FL Group hafi átt 6,83% fyrir viðskiptin en á 1,81% eftir þau eða tæplega 65 milljón hluti.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×