Alonso staðfestir viðskilnaðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2007 12:31 Fernando Alonso er hættur hjá McLaren. Nordic Photos / Getty Images Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift en hann var aðeins búinn að ljúka einu keppnistímabili hjá McLaren. „Síðan ég var smápolli hefur mig alltaf dreymt um að aka fyrir McLaren. En stundum ganga ekki hlutirnir upp. Ég held í þá trú mína að McLaren sé frábært lið. Vissulega hefur ýmislegt gengið á á tímabilinu sem hefur gert áskorunina enn stærri fyrir okkur. Það er einnig ekkert leyndarmál að mér leið í raun aldrei eins og ég væri á réttum stað,“ sagði Alonso í yfirlýsingu sem McLaren gaf út. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir orðróm þess efnis að forráðamenn liðsins hafi fremur unnið í hag Lewis Hamilton, liðsfélaga síns, hafi honum alltaf verið veitt jafnt tækifæri til að standa sig sem allra best. Óvíst er hvert Alonso fer en margir telja líklegt að hann snúi aftur til Renault. Þá hafa Honda og Toyota boðið Alonso háar fjárhæðir. Líklegast þykir að annað hvort Heikki Kovalainen eða Nico Rosberg komi í stað Alonso hjá McLaren. Formúla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift en hann var aðeins búinn að ljúka einu keppnistímabili hjá McLaren. „Síðan ég var smápolli hefur mig alltaf dreymt um að aka fyrir McLaren. En stundum ganga ekki hlutirnir upp. Ég held í þá trú mína að McLaren sé frábært lið. Vissulega hefur ýmislegt gengið á á tímabilinu sem hefur gert áskorunina enn stærri fyrir okkur. Það er einnig ekkert leyndarmál að mér leið í raun aldrei eins og ég væri á réttum stað,“ sagði Alonso í yfirlýsingu sem McLaren gaf út. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir orðróm þess efnis að forráðamenn liðsins hafi fremur unnið í hag Lewis Hamilton, liðsfélaga síns, hafi honum alltaf verið veitt jafnt tækifæri til að standa sig sem allra best. Óvíst er hvert Alonso fer en margir telja líklegt að hann snúi aftur til Renault. Þá hafa Honda og Toyota boðið Alonso háar fjárhæðir. Líklegast þykir að annað hvort Heikki Kovalainen eða Nico Rosberg komi í stað Alonso hjá McLaren.
Formúla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira