Viðskipti innlent

Brimborg býður upp á etanól á eldsneytisdælu

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar. MYND/365

Bifreiðaumboðið Brimborg opnar á morgun fyrstu eldsneytisdælu sem eingöngu er ætluð etanóli. Um er að ræða tilraunaverkefni sem umboðið stendur að í samvinnu við olíufélagið Olís.

Fram kemur í tilkynningu frá Brimborg að umboðið hafi þegar flutt inn tvær bifreiðar sem ganga fyrir etanóli. Ford C-Max 1.8 Flexifuel og Volvo C30 1.8 Flexifuel.

Markmið verkefnisins er könnun á kostnaði við dreifingu og sölu á etanóli hérlendis. Brimborg mun sjá um dreifinguna en Olís flytur eldsneytið til landsins.

Etanóldælan er staðsett hjá Olís í Álfheimum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×