Innlent

Takmarka skaðleg plastefni í leikföngum

Þalat getur verið skaðlegt fyrir bæði börn og menn.
Þalat getur verið skaðlegt fyrir bæði börn og menn. MYND/365

Innihald efnasambandsins þalats í plastleikföngum hefur verið takmarkað samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maí. Þalat er meðal annars notað til að gefa plasthlutum mýkt en það getur dregið úr frjósemi manna og verið skaðlegt ófæddum börnum í móðurkvið. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun að efnið sé sérstaklega hættulegt yngstu börnunum.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að með hinni nýju reglugerð séu takmörk sett á innihald þalats í leikföngum og öðrum vörum sem ætluð eru til notkunar af börnum.

Takmörkunin er tvíþætt, annars vegar eru þrjú þalöt bönnuð með öllu í leikföngum og umönnunarvörum barna. Hins vegar er takmörkun á öðrum þremur þalötum sem ekki eins augljóst hætta stafar af og nær hún yfir leikföng og umönnunarvörur sem börn geta stungið upp í sig.

Reglugerðin er hluti af samræmdum aðgerðum á evrópska efnahagssvæðinu.

Þá segir ennfremur í tilkynningu Umhverfisstofnunar að þalöt sé efnasambönd sem hafa þá eiginlega að gefa plasthlutum mýkt. Þau hafa verið notuð í efnaiðnaði síðan snemma á 20. öld en algengast er að þau séu notuð með PVC plasti.

Vitað er að viss þalöt geta dregið úr frjósemi manna og verið skaðleg ófæddum börnum í móðurkvið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×