Viðskipti innlent

Stofnfjáraðilar í SPK samþykkja samruna

Höfuðstöðvar SPK í Kópavogi.
Höfuðstöðvar SPK í Kópavogi. MYND/Anton Brink

Á stofnfjáraðilafundi Sparisjóðs Kópavogs í gær var samruni sjóðsins við Byr einróma samþykktur. Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarformaður í SPK segir að stjórninni þyki mjög vænt um að fá svo einlægan og skýran stuðning við samrunatillöguna. Byr mun halda fund í byrjun október þar sem stofnfjáraðilar munu kjósa um samruna sjóðanna.

„Þetta var einróma samþykkt, enginn var á móti og enginn sat hjá, segir Birgir Ómar í samtali við Vísi. Hann segir næstu skref í málinu vera þau að stofnjáraðilar Byrs kjósi um samrunan og síðan eigi Fjármálaeftirlitið eftir að samþykkja gjörninginn. Hann segist búast við að í nóvember verði samruninn genginn að fullu í gegn.

Sparisjóður Kópavogs var stofnaður árið 1956. Samruni sjóðanna miðast við árslok 2006 og því má segja að SPK hafi verið starfræktur í hálfa öld. Hafist hefur verið handa við að rita sögu sjóðsins og hefur Valþóri Hlöðverssyni, stjórnarmanni í SPK, verið falið það verk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×