Viðskipti innlent

Flókin staða á fjármálamörkuðum heimsins

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason Skuldatryggingar­álag er álag á lántökur banka á millibankamarkaði og endurspegla mat á áhættu í rekstri þeirra.
Sigurjón Þ. Árnason Skuldatryggingar­álag er álag á lántökur banka á millibankamarkaði og endurspegla mat á áhættu í rekstri þeirra. Markaðurinn/Anton
Aðstæður á fjármálamörkuðum eru jafnvel enn erfiðari og flóknari en fólk gerir sér almennt grein fyrir, að því er fram kom í opnunarávarpi Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, þegar hagspá bankans fyrir árin 2008 til 2010 var kynnt. Yfirskrift hagspárinnar er „Í skugga lausafjárkreppu".

Sigurjón vísar meðal annars til vandræða Northern Rock-bankans í Bretlandi þar sem fólk tekur í hrönnum út peningana sína þó að breska ríkisstjórnin hafi ábyrgst innlán bankans.

Hann segir erfiða umræðu sem íslensku bankarnir lentu í í fyrra vera lán í óláni, allir hafi þeir undir­búið sig mjög vel.

„Og eru mun betur staddir til að standast þær aðstæður sem eru í dag en ella hefði verið."

Núna er munurinn hins vegar sá, að sögn Sigurjóns, að í fyrra hafi íslensku bankarnir einir fundið fyrir þrengingum á lánamörkuðum, en núna séu allir bankar á sama báti í þeim efnum. Þannig hefur skuldatryggingarálag allra banka hækkað í haust, ekki bara íslensku bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×